Fyrsti dagur grasekkjunnar
Í nótt lagði Arnar af stað til Vínarborgar. Þetta verður fyrsta alvöru reynslan mín án hans.
Dagurinn byrjaði eins og vanalega. Sigurást vaknaði rétt fyrir 7 og Ari stuttu síðar. Ég skelti mér í sturtu, kom Sigurást á fætur, gaf morgunmat, og henti svo þeirri stuttu út í lúr. Náði að gera rosalega margt, þar sem Sigurást tók langan lúr. Upp úr kl. 3 komu mamma og pabbi í kaffi með afa. Ég var búin að baka pönsur og mamma kom með köku. Við áttum notarlega stund með afa. Hann var greinilega spenntastur fyrir að hitta Sigurást. Enda ljómar hann allur þegar hann sér hana. Hann var líka einn af fáum sem fengu bros frá henni þegar hún var sem verst af magakveisunni. Núna launaði hún honum heimsóknina með að spjalla soldið við hann. Hvað þeim fór á milli er enn óljóst.
Dagurinn gekk svo með eðlilegum hætti. Kvöldmatur, auka bíókvöld og svefn. Ari fékk að horfa á teiknimynd í staðinn fyrir að lesin yrði bók. Reyndar átti hann greinilega soldið erfitt í dag. Hann t.d. rústaði herberginu sínu, hann var alltaf að leika sér með dótið hennar Sigurástar og henda því út um allt (fær soldið af neikvæðri athygli út á það). Hann neitaði að vera með á mynd með afa og Sigurást og neitaði svo að kveðja gestina. En sá náttúrulega eftir dónaskapnum um leið og hurðin skelltist á eftir gestunum.
Stöðumat:
Bæði börnin sofnuð
Ekkert drasl nema í svefnherbergi Ara, en það verður vonandi lagað á morgun.
Uppþvottavélin malar
Þurrkarinn malar
Enginn blautur þvottur í þvottavélinni.
Enginn slasaður.
Búið að kveikja á kertum.
Nú ætla ég að njóta að horfa á sjónvarpsefni sem ég vel sjálf með fjarstýringunni. Njóta þess að fá að kynnast henni upp á nýtt :-)
Góða nótt
Dagurinn byrjaði eins og vanalega. Sigurást vaknaði rétt fyrir 7 og Ari stuttu síðar. Ég skelti mér í sturtu, kom Sigurást á fætur, gaf morgunmat, og henti svo þeirri stuttu út í lúr. Náði að gera rosalega margt, þar sem Sigurást tók langan lúr. Upp úr kl. 3 komu mamma og pabbi í kaffi með afa. Ég var búin að baka pönsur og mamma kom með köku. Við áttum notarlega stund með afa. Hann var greinilega spenntastur fyrir að hitta Sigurást. Enda ljómar hann allur þegar hann sér hana. Hann var líka einn af fáum sem fengu bros frá henni þegar hún var sem verst af magakveisunni. Núna launaði hún honum heimsóknina með að spjalla soldið við hann. Hvað þeim fór á milli er enn óljóst.
Dagurinn gekk svo með eðlilegum hætti. Kvöldmatur, auka bíókvöld og svefn. Ari fékk að horfa á teiknimynd í staðinn fyrir að lesin yrði bók. Reyndar átti hann greinilega soldið erfitt í dag. Hann t.d. rústaði herberginu sínu, hann var alltaf að leika sér með dótið hennar Sigurástar og henda því út um allt (fær soldið af neikvæðri athygli út á það). Hann neitaði að vera með á mynd með afa og Sigurást og neitaði svo að kveðja gestina. En sá náttúrulega eftir dónaskapnum um leið og hurðin skelltist á eftir gestunum.
Stöðumat:
Bæði börnin sofnuð
Ekkert drasl nema í svefnherbergi Ara, en það verður vonandi lagað á morgun.
Uppþvottavélin malar
Þurrkarinn malar
Enginn blautur þvottur í þvottavélinni.
Enginn slasaður.
Búið að kveikja á kertum.
Nú ætla ég að njóta að horfa á sjónvarpsefni sem ég vel sjálf með fjarstýringunni. Njóta þess að fá að kynnast henni upp á nýtt :-)
Góða nótt


3 Comments:
Sael oll
Stadan hja mer er thannig ad eg fae ad vera a hotelinu allan timann. Thad stod tho taept i gaer thar sem bokun min fannst ekki.
Annars for eg og fekk mer pitsu i gaer og var hun agaet.
Nu er eg a leid a radstefnuna i rutu og mig grunar ad eg verdi einn i rutunni :-)
Mer sinist ad thid hafid thad bara fint an min, en eg hlakka til ad koma heim.
Bless i bili.
Arnar/pabbi
By
Anonymous, At
6:25 AM
Velkominn í grasekkjubuisnessinn. Unnustinn er á Grenivík í nótt og í Vestmanneyjum næstu helgi...fyrir utan svo yfirvofandi hættu allt árið um kring á því að faðir barnanna hverfi í skjóli nætur til þess að bjarga öðrum en mér. Oft finnst mér börnin mín yndisleg sofandi en aldrei eins og þegar ég er ein heima með þau. Gangi þér vel í Vínarborg Arnar og vonandi kaupiru eitthvað fallegt fyrir Elsu, hún á það skilið.
By
Anonymous, At
8:33 PM
Úff ég er nú fegin að þetta gerist svona sjaldan á þessum bæ.
By
Elsa, At
9:26 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home