Konurugl

Wednesday, June 04, 2008

Nýja barnið og stóri bróðir

Við höfum eignast nýtt barn. Fór í höfuðbeina og spjaldhryggs á föstudaginn og síðan hefur skvísan bara grátið ef hún er þreytt eða svöng. Búin að vera hin hressasta á kvöldin. Allt annað líf og miklu minna gubbuvesen. Á að koma einu sinni í viðbót, þar sem konan sagði að hún finndi smá spennu á þindarsvæðinu.

Ari Þröstur er búinn að taka stakkaskiptum í hlutverki stóra bróður. Áður lét hann sér fátt um finnast um nýja meðlimin í fjölskyldunni, en nú hafa orðið breytingar. Sigurást er farin að taka svo mikið eftir í kringum sig, og er búin að uppgötva stóra bróður. Nú finnst henni hann fyndnastur og skemmtilegastur í heimi. Þegar hún sér hann starir hún á hann og hlær og reynir að spjalla við hann. Þar sem Ari hefur aldrei verið neitt lítið fyrir athygli, þá finnst honum þetta æðislegt og er farinn að spjalla við hana og hafa gaman af því að vera í kringum hana. Svo í gær í fyrsta skipti þá ætlaði minn bara að rífa hana úr fanginu á mömmu sinni, til að geta leikið við hana :-)

1 Comments:

  • Alltaf þrusustuð á "familíunni"!

    ...sniðugt þetta höfuðb og sp. Hún Eik, frænka´mín, fór einmitt í þetta líka og var mikið betri. Grét áður alla nóttina. Sniðugt!

    By Anonymous Anonymous, At 2:26 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home