Konurugl

Monday, February 25, 2008

Og biðin er hafin

Nú er maður genginn 38 vikur og nú getur allt farið að gerast. Í dag er svo fyrsti óskadagurinn, en mamma mín á afmæli í dag og er ekki laust við að fólk vilji fá Krillu í heiminn í dag. Á morgun og hinn eru þeir dagar sem flestir eru búnir að spá. Ef Krilla tekur þetta á sama tíma og Ari þá ætti ég skv. sónarmælingum að fara af stað á morgun. Ég er samt ekki alveg tilbúin til að taka á móti henni alveg strax, en þetta er að smella saman. Óskadagsetningarnar mínar eru 1.-3. mars, en ég ætla ekki að verða fúl fyrr en eftir 11. mars :-)

Mér finnst svo ótrúlega stutt í 9. mars að mér er nokkuð sama þótt ekkert gerist núna. Væri samt alveg til í að vera ein af þeim sem ganga bara með í 38 vikur. Þetta kemur allt saman í ljós.

Um helgina fór ég í partí með vinnunni. Við vorum í raun að kveðja yfirmanninn okkar, en svo var þetta líka uppskeruhátíð. Óneitanlega finnst manni soldið erfitt að horfa upp á þessar breytingar. Mér heyrist á öllu að deildin verði ekki til í því formi sem hún var. Þannig að ég verð heimilislaus næsta janúar þegar ég kem til baka. Það er líka rosalega erfitt að horfa upp á yfirmanninn hverfa á braut, hann er svo yndislegur og frábær. Hann lofaði okkur samt að ráða okkur öll þangað sem hann mun fara :-) Æ það er alltaf svo erfitt að kveðja. Partíið var æðislegt, hann og konan hans eru einstök. Við vorum alveg til 2 um nóttina hjá þeim, eða þar til Arnar var alveg að sofna, þá var tími til að koma sér.

kv. Elsa sem er kannski bráðum að fara að unga út

2 Comments:

  • jæja, þá er stóri dagurinn upp runninn...skv. Þórey. Er eitthvað að gerast?

    By Anonymous Anonymous, At 8:58 AM  

  • Jæja er spádómsgáfa mín handónýt? Skildi skvísan mæta á svæðið í dag?
    Tölvan þín verður að fara að lagast mig vantar þig á msn.

    By Anonymous Anonymous, At 1:27 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home