Og biðin er hafin
Nú er maður genginn 38 vikur og nú getur allt farið að gerast. Í dag er svo fyrsti óskadagurinn, en mamma mín á afmæli í dag og er ekki laust við að fólk vilji fá Krillu í heiminn í dag. Á morgun og hinn eru þeir dagar sem flestir eru búnir að spá. Ef Krilla tekur þetta á sama tíma og Ari þá ætti ég skv. sónarmælingum að fara af stað á morgun. Ég er samt ekki alveg tilbúin til að taka á móti henni alveg strax, en þetta er að smella saman. Óskadagsetningarnar mínar eru 1.-3. mars, en ég ætla ekki að verða fúl fyrr en eftir 11. mars :-)
Mér finnst svo ótrúlega stutt í 9. mars að mér er nokkuð sama þótt ekkert gerist núna. Væri samt alveg til í að vera ein af þeim sem ganga bara með í 38 vikur. Þetta kemur allt saman í ljós.
Um helgina fór ég í partí með vinnunni. Við vorum í raun að kveðja yfirmanninn okkar, en svo var þetta líka uppskeruhátíð. Óneitanlega finnst manni soldið erfitt að horfa upp á þessar breytingar. Mér heyrist á öllu að deildin verði ekki til í því formi sem hún var. Þannig að ég verð heimilislaus næsta janúar þegar ég kem til baka. Það er líka rosalega erfitt að horfa upp á yfirmanninn hverfa á braut, hann er svo yndislegur og frábær. Hann lofaði okkur samt að ráða okkur öll þangað sem hann mun fara :-) Æ það er alltaf svo erfitt að kveðja. Partíið var æðislegt, hann og konan hans eru einstök. Við vorum alveg til 2 um nóttina hjá þeim, eða þar til Arnar var alveg að sofna, þá var tími til að koma sér.
kv. Elsa sem er kannski bráðum að fara að unga út
Mér finnst svo ótrúlega stutt í 9. mars að mér er nokkuð sama þótt ekkert gerist núna. Væri samt alveg til í að vera ein af þeim sem ganga bara með í 38 vikur. Þetta kemur allt saman í ljós.
Um helgina fór ég í partí með vinnunni. Við vorum í raun að kveðja yfirmanninn okkar, en svo var þetta líka uppskeruhátíð. Óneitanlega finnst manni soldið erfitt að horfa upp á þessar breytingar. Mér heyrist á öllu að deildin verði ekki til í því formi sem hún var. Þannig að ég verð heimilislaus næsta janúar þegar ég kem til baka. Það er líka rosalega erfitt að horfa upp á yfirmanninn hverfa á braut, hann er svo yndislegur og frábær. Hann lofaði okkur samt að ráða okkur öll þangað sem hann mun fara :-) Æ það er alltaf svo erfitt að kveðja. Partíið var æðislegt, hann og konan hans eru einstök. Við vorum alveg til 2 um nóttina hjá þeim, eða þar til Arnar var alveg að sofna, þá var tími til að koma sér.
kv. Elsa sem er kannski bráðum að fara að unga út


2 Comments:
jæja, þá er stóri dagurinn upp runninn...skv. Þórey. Er eitthvað að gerast?
By
Anonymous, At
8:58 AM
Jæja er spádómsgáfa mín handónýt? Skildi skvísan mæta á svæðið í dag?
Tölvan þín verður að fara að lagast mig vantar þig á msn.
By
Anonymous, At
1:27 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home