Konurugl

Wednesday, February 20, 2008

Krilla undir pressu

Veikindunum um síðustu helgi fylgdu smá eftirköst. Ég er búin að vera með svo mikið slím í hálsinum að ég er búin að vera með endalaus hógstaköst. Ég hef ekki getað sofið síðust tvær nætur út af þessu. Enda er ég alveg úrvinda. En það skrítna var að eftir fyrri nóttina, fann ég hvað það var orðið miklu erfiðara að labba og miklu meiri þungi á lífbeinið. Rassinn hennar Krillu hættur að vera fyrir mér og brjóstsviðinn minnkaði til muna. Já mér fannst vera allar líkur á því að hún væri orðin vel skorðuð.

Ég fór í nálastungu í gær en hún vann bara í kvefinu mínu og orkunni. Ég var mjög ánægð með það. Svo sendi hún mig í andlitsbað og nudd í framhaldi af tímanum, því henni fannst ég þurfa á því að halda fyrir átökin :-) Hún er sko alveg ákveðin í því að hún hitti mig ekki meir.

Í dag var það svo mæðraskoðun. Þar var allt bara enn eftir bókinni. Og krilla orðin fastskorðuð, já hún er sko tilbúin til að koma. Svo var ljósan mín komin í sama pakka og allir hinir. Býst ekkert endilega við að sjá okkur aftur. Þannig að greyjið krilla er komin með pressu á sig frá öllum vígstöðvum. Ég vona samt að það gerist ekki alveg strax, vantar aðeins meiri orku og tíma til að klára það sem þarf að klára.

Greyjið Krilla að eiga svona góðan og hlýðinn bróður. Nú búast allir við að hún verði snemma í því eins og hann. Svo vonast maður til þess að hún verði vær og góð eins og hann. Þannig að standardinn sem er settur fyrir hana er mjög hár. Sjálf finnst mér óþægilega stutt í það að 38 vikur séu liðnar af meðgöngunni.

kv. Elsa 37v og 3d.

1 Comments:

  • Ef ég heyri ekki í þér þá vil ég bara óska þér góðs gengis við að koma Krillu litlu í heiminn. Vona að hún komi akkúrat þegar þú ert tilbúin.

    Kv. Gulla....sem er ekki farin að bíða.

    By Anonymous Anonymous, At 10:22 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home