Veðsetning
Jæja aðdáendur nær og fjær, nú er opið fyrir veðsetningu. Þið megið endilega veðja á dagsetninguna sem krilla mun láta sjá sig. 9. mars er settur dagur. Gaman líka að sjá hverjir eru að fylgjast með.
Annars er ágætt að frétta. Er hálf farlama. Rann á svelli á mánudaginn, og fékk þetta rosa tog á lífbeinið. Var skárri á þriðjudag, en hef ekki mikið þol. Minnkaði strax við mig niður í 50%. Vona að ég geti verið 50% út mánuðinn, allt of margir lausir endar í vinnunni. En sem betur fer frábær og klár manneskja að taka við mínum verkefnum.
Fór í nálastungu áðan. Lítið sem hún gat gert þar sem ég er á viðkvæmum tímapunkti í meðgöngunni. Vildi ekki stinga í neina örvandi punkta, bara styrkjandi í þetta skipti. Vona að það hjálpi samt. Ég segi svo seinna hvaða dag hún heldur að barnið komið. Þarf að safna í smá pott fyrst.
Annars er dúllan mín pottþétt í höfuðstöðu. Ég er meiraðsegja farin að pæla hvort hún sé búin að skorða sig. Fannst allt í einu svo mikill þrýstingur niður í gær á lífbeinið. Það verður spennandi að heyra í næstu skoðun hvort ég hafi rétt fyrir mér, en ég vissi þetta síðast. En Ari skorðaði sig samt ekkert fyrr en eftir 36 vikur.
kv. Elsa og krilla, 8 vikur í áætlaðan dag.
Annars er ágætt að frétta. Er hálf farlama. Rann á svelli á mánudaginn, og fékk þetta rosa tog á lífbeinið. Var skárri á þriðjudag, en hef ekki mikið þol. Minnkaði strax við mig niður í 50%. Vona að ég geti verið 50% út mánuðinn, allt of margir lausir endar í vinnunni. En sem betur fer frábær og klár manneskja að taka við mínum verkefnum.
Fór í nálastungu áðan. Lítið sem hún gat gert þar sem ég er á viðkvæmum tímapunkti í meðgöngunni. Vildi ekki stinga í neina örvandi punkta, bara styrkjandi í þetta skipti. Vona að það hjálpi samt. Ég segi svo seinna hvaða dag hún heldur að barnið komið. Þarf að safna í smá pott fyrst.
Annars er dúllan mín pottþétt í höfuðstöðu. Ég er meiraðsegja farin að pæla hvort hún sé búin að skorða sig. Fannst allt í einu svo mikill þrýstingur niður í gær á lífbeinið. Það verður spennandi að heyra í næstu skoðun hvort ég hafi rétt fyrir mér, en ég vissi þetta síðast. En Ari skorðaði sig samt ekkert fyrr en eftir 36 vikur.
kv. Elsa og krilla, 8 vikur í áætlaðan dag.


6 Comments:
Miðað við hvernig þetta gekk með Ara þá held ég að það séu meiri líkur á að ég fái hana í afmælisgjög heldur en Lísa. Þannig að ég segi 25. febrúar
By
Anonymous, At
4:24 PM
2.mars, þú ert svo skipulögð.
Þá verða nákvæmlega 3.5 ár á milli barnanna upp á dag:)
Annars 13. mars,ég verð 30 árum og 11 mánuðum eldri:)
By
Anonymous, At
5:42 PM
Hvar var ég þegar þú rannst til.... jú að leyfa þér að halda í mig, en samt rannstu. Ekki alveg að standa mig. Núna verður þú að nýta þér jólagjöfina og slaka á.
Mig langar að taka þátt í veðsetningunni og segja mína dagsetningu.
Þó ég viti dagsetninguna sem kom fram í nálastungunni, ætla ég að giska á aðra dagsetningu.
Mig hefur alltaf fundist 27.feb koma sterkt upp í hugann minn.
Kveðja,
Arnar
By
Anonymous, At
12:16 AM
29. feb
...eða
10. mars
aðeins að dreifa áhættunni
By
Anonymous, At
11:57 AM
Ég hef raunar sterkt á tilfinningunni að 29.feb. sé dagurinn.....
Allavega verður gott að fá eina fiskakonu í viðbót í fjölskylduna
By
Anonymous, At
12:21 PM
Þú verður svipuð og síðast ég hef trú á að 26.feb verði dagurinn. Annars er 29.feb nokkuð líklegur dagur líka:)
Kveðja Þórey
By
Anonymous, At
4:43 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home