Konurugl

Sunday, May 13, 2007

Pólitík

Ég ætlaði mér alltaf að blogga smá um pólitíkina fyrir kosningar, en síðustu dagar eru búnir að vera frekar erfiðir. Ari fékk hlaupabólu og ég verstu magapest sem ég man eftir. En örvæntið ekki, ég náði að kjósa :-) Arnar er búin að standa sig æðislega sem einstæð tveggja barna móðir. Takk, takk þúsundfalt.

Ég hef í mörg ár fylgst með stjórnmálum, og var snemma farin að dreifa rósum fyrir alþýðuflokkinn. Fyrst var ég náttúrulega voða heit og sá vonda menn í öllum hinum hornunum, dómsdagur nálgaðist ef alþýðuflokkurinn næði ekki kjöri.

Þetta eru fyrstu kosningarnar sem ég er ekki að vinna fyrir "flokkinn minn". Tók mér tíma og hugsaði mig um. Nú fer ekkert meira í taugarnar á mér en fólk sem reynir að troða upp á mann skoðunum sínum, og hrópa upp að dómsdagur nálgist ef þessir og hinir munu fara með völd.

Eins og ég sé þetta fyrir mér þá snýst þetta bara um hvernig samfélag maður vill lifa í. Fyrir mér hefur enginn þessara flokka "ranga" stefnu. Þetta eru allt hæfir og góðir menn. Ég veit að framtíð mín er björt sama hvernig fer. Ég valdi samfylkinguna, því þannig manneskja er ég. Ég vel samábyrgð, markaðfrelsi, og góða ábyrga velferðarstjórn. Fyrir mér skiptu mig tvennt mestu máli. Málefni aldraðra og málefni barna. Og samfylkinginn vann vinnu sína vel þar.

Það verður spennandi að sjá hver útkoman verður úr þessu. Eina sorglega var að Mörður féll af þingi. En hann er einn alþýðulegasti alþingismaðurinn sem ég hef komist í kynni við.

5 Comments:

  • Ég vona bara að D og S fari saman í stjórn, þá getum við farið sátt að sofa á hverju kvöldi :-)
    Þá getum við rætt saman um hvað stjórnin er að gera góða hluti fyrir land og þjóð.

    Var það ekki á stöð2 í kvöld sem Geir var spurður að því hvort hann ætlaði að taka Sollu aftanfrá??? það var einstaklega vanhugsuð spurning en mjög brosleg.

    Svo að lokum til hamingju með mæðradaginn.

    By Anonymous Anonymous, At 9:09 PM  

  • Haha ég get nú ekki annað en hlegið að þér þegar þú segir að það fari í taugarnar á þér fólk em reynir að troða skoðanir sínar uppá þig

    Þú varst sú eina sem sendir mér áróðurspóst :)

    Já við linumst öll með árunum, þetta er nátturlega allt saman fólk sem vill gera góða hluti, forgangsröðunin er bara misjöfn.

    Já D og S væri bara ágætis blanda af góðu og hæfu fólki

    Bara svo lengi sem VG fari ekki í stjórn

    By Anonymous Anonymous, At 9:51 AM  

  • He he ég sendi þér áróður, því ég vissi að hann hefði engin áhrif :-)

    By Blogger Elsa, At 9:55 AM  

  • Ég veit það :)

    Við erum þó bara sammála um að vera óssammála ;)

    By Anonymous Anonymous, At 11:02 AM  

  • Draumastjórnin komin og þið getið farið sátt að sofa á hverju kvöldi :)

    By Anonymous Anonymous, At 7:22 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home