Ólétt :-)
Oh, svo gott að komast út úr skápnum. Þetta blogg mun sem sagt breytast í meðgöngudagbók :-)
Ég er með lítinn marsbúa í bumbunni minni. Áætlaður komutími er 12. mars. Ég fékk marsbúa í afmælisgjöf. Já hann Arnar er þokkalega rausnarlegur, þyrluflugið og allt hitt blikknar í samanburði. Já ég þóttist fá mér í glas í brúðkaupinu. Fann fyrir smá ógleði í undirbúningnum, en það dúkkaði bara upp ef ég var þreytt og svöng. Föstudagskvöldið fyrir brúðkaup var hrikalegt, því enginn vissi, og ég var alveg búin á því. Brúðkaupsdagurinn gekk vel, smá listarleysi. Varð svo hrikalega slöpp í lokin. Náði að reyna að vera eðlileg. Ældi svo loks þegar við komum á hótelherbergið. Já mjög sexý ég veit.
Ógleðin er svo bara búin að fara versnandi og er búin að vera verst núna í 12. viku. Í sumarbústaðnum kom svo gamall óvinur. Ég byrjaði að fá grindaverki. Var með svo hrikalega dínu til að liggja á. Var alveg ómöguleg í 3 vikur. Svo hurfu þeir nánast. Breyttust svo í latabæjarhlaupinu, úr því að vera rasseymsli, yfir í lífbeinstos. Núna finn ég bara fyrir þeim ef ég labba lengi. Verkirnir hafa ekki haft áhrif á vinnuna í síðustu viku.
Svo náttúrulega þreytan. Ég hélt ég myndi ekki meika fyrstu vikuna eftir sumarfrí. En þreytan fer minnkandi. Er farin að geta sinnt heimilsstörfum eftir langan vinnudag. Vei.
Við höfum ekki farið í snemmsónar, og svo gleymi ég alltaf að redda mér beiðni í 12 vikna sónar, þannig að ég held að við sleppum honum bara. Á tíma í mæðraskoðun 5. sept.
kv. Elsa og marsbúinn
Ég er með lítinn marsbúa í bumbunni minni. Áætlaður komutími er 12. mars. Ég fékk marsbúa í afmælisgjöf. Já hann Arnar er þokkalega rausnarlegur, þyrluflugið og allt hitt blikknar í samanburði. Já ég þóttist fá mér í glas í brúðkaupinu. Fann fyrir smá ógleði í undirbúningnum, en það dúkkaði bara upp ef ég var þreytt og svöng. Föstudagskvöldið fyrir brúðkaup var hrikalegt, því enginn vissi, og ég var alveg búin á því. Brúðkaupsdagurinn gekk vel, smá listarleysi. Varð svo hrikalega slöpp í lokin. Náði að reyna að vera eðlileg. Ældi svo loks þegar við komum á hótelherbergið. Já mjög sexý ég veit.
Ógleðin er svo bara búin að fara versnandi og er búin að vera verst núna í 12. viku. Í sumarbústaðnum kom svo gamall óvinur. Ég byrjaði að fá grindaverki. Var með svo hrikalega dínu til að liggja á. Var alveg ómöguleg í 3 vikur. Svo hurfu þeir nánast. Breyttust svo í latabæjarhlaupinu, úr því að vera rasseymsli, yfir í lífbeinstos. Núna finn ég bara fyrir þeim ef ég labba lengi. Verkirnir hafa ekki haft áhrif á vinnuna í síðustu viku.
Svo náttúrulega þreytan. Ég hélt ég myndi ekki meika fyrstu vikuna eftir sumarfrí. En þreytan fer minnkandi. Er farin að geta sinnt heimilsstörfum eftir langan vinnudag. Vei.
Við höfum ekki farið í snemmsónar, og svo gleymi ég alltaf að redda mér beiðni í 12 vikna sónar, þannig að ég held að við sleppum honum bara. Á tíma í mæðraskoðun 5. sept.
kv. Elsa og marsbúinn


3 Comments:
Jey!!!
Innilega til hamingju með marsbúann þinn, hlakka til að sjá kúluna stækka og hitta svo krílið í mars.:-)
By
Anonymous, At
2:17 PM
Innilega til hamingju með bumbubúann...datt þetta í hug, þorði bara ekki að skrifa það!!:)
kv. Jóhanna
By
Anonymous, At
3:53 PM
Til hamingju :) Hlakka til að fá loksins að fylgjast með meðgöngu hjá þér og sjá nýfædda marsbúan.
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
10:22 AM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home