Snickers
Jæja, bumbukrílið, bumbubúin, marsbúinn, litla dýrið er komið með vinnuheit. Ég kalla það "Snickers". Snickers er voða duglegt. Það hreyfir sig mjög mikið. Engin ró á þeim bænum.
Annars er ógleðin farin, og grindargliðnunin komin að fullu afli. Ég var nefnilega að mála. Og það fær enginn annar en ég að mála mitt heimili. Nú er ég orðin gömul kona. Veit ekki hvernig ég fer að þessa viku, en ég á að heita að vera að pakka niður.
Þessi læti eru eitthvað að fara illa í Ara Þröst, en hann er farinn að láta jafn illa, ef ekki verr og þegar við stóðum í brúðkaupsundirbúningnum. Vonandi jafnar hann sig fljótt. Ég sagði honum í dag að það væru fullt af krökkum í tröllakór sem hann getur leikið við. Hann varð soldið spenntur við að heyra það.
kv. Elsa og Snickers
Annars er ógleðin farin, og grindargliðnunin komin að fullu afli. Ég var nefnilega að mála. Og það fær enginn annar en ég að mála mitt heimili. Nú er ég orðin gömul kona. Veit ekki hvernig ég fer að þessa viku, en ég á að heita að vera að pakka niður.
Þessi læti eru eitthvað að fara illa í Ara Þröst, en hann er farinn að láta jafn illa, ef ekki verr og þegar við stóðum í brúðkaupsundirbúningnum. Vonandi jafnar hann sig fljótt. Ég sagði honum í dag að það væru fullt af krökkum í tröllakór sem hann getur leikið við. Hann varð soldið spenntur við að heyra það.
kv. Elsa og Snickers


2 Comments:
Ef þú gengir með tvíbura myndiru þá kalla þá Bounty eða Twix??
Gangi ykkur vel í flutningum, hlakka til að sjá slotið.
Kveðja, Gulla
By
Anonymous, At
11:18 AM
Hey gott nafn á tvíburum.
By
Elsa, At
5:55 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home