Konurugl

Thursday, October 04, 2007

Fór í mæðraskoðun í gær, og allt bara í ljómandi. Hjartslátturinn var fínn stelpusláttur, eins og hún sagði en hún sagði það líka með Ara í 17. vikna sónar.

Ég lá grátandi heima á þriðjudag. Var alveg ónýt af verkjum í grindinni. Og þetta fer alveg með mann andlega. Það er ömurlegt að geta ekkert gert. Lá með kaldan ísbakstur allan daginn. Hjálpaði mikið. Ég fór svo í nálastungu á snyrtistofu Eyglóar. Og vá hvað þetta var allt annað. Hjá ljósmæðrunum fékk ég stungur til að minnka verkin. Eygló leitar að rót vandans, og læknar hann. Ég fékk stungur til að auka blóðflæði. Ég fékk stungur fyrir lifrina, legið og kynfærin. Einnig fékk ég stungu fyrir ógleði. Svo eitthvað meira. Þetta voru allt nýjir staðir. Hún bað mig svo um að kaupa fljótandi járn, því það fer betur í meltinguna. Ég var ótrúlega morgunhress, sem ég þakka stungunum fyrir, og fann ekkert fyrir ógleðinni. Ég fer aftur til hennar eftir viku. En hún segir s.s. að lifrin fóstri sinarnar, og því þarf lifrin og blóðflæðið að vera gott, til að sinarnar fái sitt.

Flutningunum seinkar alltaf. Parketið tekur sinn tíma, og soldið erfitt fyrir kallinn að vera að vinna svona mikið og líka að sinna þessu. Greyjið á svo mikið dekur skilið eftir þetta. Þarf að gera eitthvað æðislegt fyrir hann.

Við erum ótrúlega heppin með seljenduna. Þeir mættu í vikunni með slökkvitæki og sjúkraskápa fyrir allar íbúðir. Ég efast um að það sé standard. Glugginn í hjónaherberginu lak, og þeir komu innan hálftíma og voru búnir að laga hann. Þeir voru reyndar búnir að segja þegar við skrifuðum undir kaupsamninginn, að ef einhver galli kæmi í ljós, þá sendu þeir mann samdægurs að laga, en ég meina vá. Væri alveg til í að ættleiða þessa kalla.

kv. Elsa

3 Comments:

  • Æ elsku krúttan mín. Finn til með þér. Það er alveg nóg að vera óléttur með 3 ára kút, vera að flytja og hormónana á fullu svingi þó ekki bætast við sárir verkir.

    Ég sendi þér góða strauma.

    By Blogger Linda, At 10:12 PM  

  • vá, vá!
    Ekkert smá heppin með byggingaverktaka...og NEI, sjúkrakassar og slökkvitæki er ekki staðalbúnaður. :-)
    -Gott að heyra að nálastungurnar séu að gera gagn.
    *knús til þín

    By Anonymous Anonymous, At 5:26 PM  

  • Knús dúlla:-) Ég sendi verkjastillandi strauma, vona að nálastungan virki eins vel og hún á að gera.
    Frábærir kallar þessir verktakar, ekki eins og þessi hálfviti sem hún Begga okkar keypti af. Þeir mættu fleiri vera svona góðir.
    Hlakka til að koma og sjá íbúðina. Vertu dugleg að knúsa kallana þína og hafðu það gott.

    By Anonymous Anonymous, At 11:51 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home