Nálastungin
Á fimmtudaginn mætti ég í tíma á vegum 9 mánaða, þar sem var verið að kenna ljósmæðrum nálastungu. Ég var sýnikennslan. Þegar ég mætti sagði ég við kennaran í góðlátlegu gríni, hvort þær gætu ekki lagað ógleðina líka. Ég held að ég hafi aldrei séð neina manneskju gleðjast eins mikið yfir ógleði minni. Ógleðikonan komst ekki sökum of mikillar ógleði. Ég var svo spurð spjörunum úr af nemum og kennurum. Ég fékk að lokum nokkrar nálar fyrir grindarverkjunum og ógleðinni. Það var reyndar skrítið að hafa svona margar ljósmæður í kringum sig, þær voru allar tilbúnar til að hjúkra mér. Ég fékk svo að vita að eftir fyrsta skiptið gæti verkirnir versnað. Ég fékk svo eina ljósmóður í Glæsibæ sem mun halda áfram með mig.
Ég var mjög slæm í grindinni um kvöldið, en fann ekki fyrir neinum verkjum daginn eftir. En ógleðin var enn til staðar. Sennilega er besta ráðið, eins og sú sænska benti á, að sofa meira. 11-12 tíma ef þarf. Það er víst besta lækningin við ógleði.
Í gær fékk ég svo að vita kynið á ófæddu barni mínu :-) Já soldið snemmt, en svona er að þekkja fólk sem sér og getur lesið í árur.
Fyrir ákkúrat 3 árum lá ég á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness. Ég var líklega með 9 í útvíkkun, og Arnar mættur, og belgurinn sprengdur. Ótrúlegt.
Á morgun á litli prins afmæli. Vegna of mikillar þreytu verður bara fjölskyldu boðið í þetta skiptið. Ari er ekkert smá spenntur. Bíður spenntur eftir súkkulaðiköku og pakka. Honum er alveg sama hvað hann fær, vill bara pakka. Helst óskin hans er samt sími. Honum finnst eðlilegt fyrst pabbi á síma og mamma á síma, þá verði Ari líka að eiga síma.
Ég var mjög slæm í grindinni um kvöldið, en fann ekki fyrir neinum verkjum daginn eftir. En ógleðin var enn til staðar. Sennilega er besta ráðið, eins og sú sænska benti á, að sofa meira. 11-12 tíma ef þarf. Það er víst besta lækningin við ógleði.
Í gær fékk ég svo að vita kynið á ófæddu barni mínu :-) Já soldið snemmt, en svona er að þekkja fólk sem sér og getur lesið í árur.
Fyrir ákkúrat 3 árum lá ég á fæðingadeild Sjúkrahúss Akraness. Ég var líklega með 9 í útvíkkun, og Arnar mættur, og belgurinn sprengdur. Ótrúlegt.
Á morgun á litli prins afmæli. Vegna of mikillar þreytu verður bara fjölskyldu boðið í þetta skiptið. Ari er ekkert smá spenntur. Bíður spenntur eftir súkkulaðiköku og pakka. Honum er alveg sama hvað hann fær, vill bara pakka. Helst óskin hans er samt sími. Honum finnst eðlilegt fyrst pabbi á síma og mamma á síma, þá verði Ari líka að eiga síma.


4 Comments:
Til hamingju með afmælið hans Ara. ..og gangi þér vel með ógleðina, hún er örugglega ekki mjög spennandi.
Gulla
By
Anonymous, At
8:43 AM
Til hamingju með Ara!
By
Anonymous, At
9:31 AM
Til hamingju með Ara
By
Linda, At
3:25 PM
Til hamingju með litla (stóra) guttan :)
By
Dr. Hannes Hafsteinsson, At
11:00 PM
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home