Konurugl

Thursday, September 20, 2007

16. vika

Ógleðin er að hverfa, lætur stundum á sér kræla, en oftast ekkert alvarlegt. Ég er farin að skilgreina þetta sem mánudagsógleði. Æli yfirleitt á mánudögum. Orkan er líka búin að aukast, sem betur fer. Get verið í vinnunni án þess að vera alveg að sofna við tölvuskjáinn.

Ég er líka farin að finna hreyfingar. Þær eru orðnar það raunverulegar að ég ruglast nánast ekkert á þeim og meltingunni. Í gær vaknaði ég með litla kúlu hægra megin. Barnið reyndi eins og það gat að troða sér til hægri, og svo allan morguninn var það að reyna að uppgötva nýja staði og stellingar.

Það er farið að sjást á mér, segja þeir allavega sem vita. Mér finnst líka verið að sjást á mér, en örugglega margir sem eru í vafa um hvort þeir ættu nokkuð að spurja dónalegrar spurningar :-)

Tröllakór er að verða raunverulegt. Fyrsta fólkið er að flytja inn í dag. Við afþökkuðum að þrífa sjálf, þannig að við ættum að fá afhent á morgun eða hinn, skv. plani. Þetta er að bresta á. Hlakka til að sjá íbúðina tilbúna án gólfefna :-) Við ætlum svo að taka 2-3 vikur í þetta. Fer soldið eftir vinnuálaginu hjá Arnari.

kv. Elsa tröllskessa

5 Comments:

  • vá! frábært....
    Ertu svo búin að versla gólfefni? eða verður það bara skoðað síðar?

    By Anonymous Anonymous, At 5:52 PM  

  • Við erum búin að ákveða gólfefnin, og kaupum þau um leið og við höfum tíma.

    By Blogger Elsa, At 7:24 AM  

  • Við fáum afhent í hádeginu á morgun :-)

    By Blogger Elsa, At 3:36 PM  

  • Til hamingju!
    ...JIBBÝ!...

    By Anonymous Anonymous, At 5:57 PM  

  • Til hamingju með afhendinguna og til hamingju með að vera næstum komin yfir ógleðina.
    Og takk fyrir skemmtilega bíóferð í gær, ég er viss um að Krissa var þarna með okkur einhversstaðar.

    By Anonymous Anonymous, At 11:32 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home