Konurugl

Wednesday, September 20, 2006

Sjósundsferðin mikla

Síðasta helgi var undarleg, eiginlega allt öðruvísi en þreytt útivinnandi húsmóðir er vön.

Við í vinnunni byrjuðum helgina á sjósundskeppni :-S

Allavega... þá tók ég þessa ákvörðun af heilum hug, og vildi sko ekki vera minni maður en kallpungarnir. Og þar að auki voru 2 aðrar konur sem skráðu sig þegar ég hafði skráð mig. Reglan var einföld. Synda og sækja gúmmíendur. Reyndar fylgdi ekki sögunu hversu langt við þyrftum að synda. Ég var andlega tilbúin, ætlaði ekki að láta neitt skólp, marglittu, marflóarsögur hræða mig frá þessu. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að þetta var nú ekkert stutt sund. Svona eiginlega 30 metrar bara. Útí fór 20 manna vaskur hópur. Aaaah ég hef aldrei fundið eins mikinn kulda á ævinni. Ég fraus upp í heila en náði að fókusera á eina markmiðið, að ná 1 önd. Ég byrjaði að svamla á fullu, og tókst að gleypa fullt af sjó. Átti ég að gefast upp? Nei ég ákvað að lulla þetta áfram. En svo kom krafturinn aftur þegar ég sá eina önd, og enginn nálægt henni. En því miður var það of seint því fílefldur karlmaður var líka búinn að sjá hana. Þá var bara um að gera að far til baka. Ég held að mér hafi aldrei áður verið eins hlýtt og þegar ég kom upp úr. Er hægt að vera hlýtt í 12 stiga hita á sundbol?

Eftir þetta var farið í Heiðmörk í Norsk hytte, rafmagnslausan og vatnlausan. Smá upplifun það. Hver hefur ekki prófað illalyktandi ökonomysk klósett. Laugardagur var svo þynnka, djamm. Og sunnudagur þynnka. Vá þetta hefur ekki gerst síðan á mínum háskólaárum.

kv. Sjósundsdrottiningin

6 Comments:

  • Við feðgarnir getum staðfest þessa sjósunds ferð, þar sem við stálumst til að vera vitni að þessu frábæra afreki drottningarinnar okkar.

    Við erum stoltir af þér.

    By Blogger Arnar, At 10:31 PM  

  • Úff get ekki ímyndað mér hversu kallt þetta hefur verið #hrollur# En til lukku það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt:)
    Kv Linda

    By Blogger Linda, At 2:30 PM  

  • Bara að segja hæ og til hamingju með bloggið

    Gulla

    By Anonymous Anonymous, At 10:14 AM  

  • úff!
    Engin smá hetja.
    ...svo er það M&D á morgun. Gaman, gaman,saman!

    *Ertu nokkuð búin að redda hurðarmálinu fyrir mig. Helda að þetta sé ekki alveg að virka:
    þegar þú kemur þá segir þú hæ
    þó engin vilji í þér heyra.
    Vetra væri að þú segðir bæ
    og létir ekki sjá þig meira.

    By Anonymous Anonymous, At 10:29 AM  

  • Nei er alveg hugmyndasnauð.

    Gagtu um gleðinnar dyr?

    En mér finnst þín hugmynd ekki alveg segja, halló, gaman að sjá þig, vertu ávalt velkomin.

    Hér býr Linda litla dúllurass í sínu litla hlýja koti.

    Þarf að vera eitthvað sem segir þetta.

    By Anonymous Anonymous, At 10:45 AM  

  • hahaha
    Góður!
    ...bíð spennt eftir að lesa um þína upplifun á rokkstjörnunum okkar. En VÁ hvað þetta var meiriháttar gaman. Ertu byrjuð að hita upp fyrir desember?

    By Anonymous Anonymous, At 7:17 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]



<< Home